Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: veistu hvar þetta er?

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 202. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, flestar hafa vakið mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar myndirnar.

Hefurðu hugmynd um hvar mynd dagsins er tekin? Þekkirðu jafnvel manninn á myndinni? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um staðinn eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net

  • Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Þetta er Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit, áður í Öngulstaðahreppi. Þar hefur lengi verið rekin garðyrkjustöð. 

Fleiri gamlar myndir frá Minjasafninu á Akureyri er hægt að skoða HÉR