Mannlíf
Gamla myndin: veistu hvar þetta er?
30.08.2024 kl. 08:00
Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 199. gamla myndin frá safninu sem birtist hér, flestar hafa vakið mikil viðbrögð og upplýsingar hafa borist um langflestar myndirnar.
Hefurðu hugmynd um hvar mynd dagsins er tekin? Berðu jafnvel kennsl á fólkið á myndinni? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um staðinn eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net
- Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Margar tilgátur bárust í pósti, flestar áttu það sameiginlegt að telja fjallið í fjarska Úlfarsfell. Fram kom tilgáta um að myndin væri tekin frá Höfðatúni, sem nú kallast Katrínartún. Annar lesandi skrifaði: Sem gamall Reykvíkingur myndi ég staðsetja mig ofarlega á Grensásvegi og horfa til norðausturs. Mér finnst fjallið í baksýn minna mig á Úlfarsfell og húsin gætu verið við Hólmgarð eða Hæðargarð. Í forgrunni virðist mér vera gamall Bedford „boddíbíll“.
Fleiri gamlar myndir frá Minjasafninu á Akureyri er hægt að skoða HÉR