Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: veistu hvar þetta er?

Vikulega birtist gömul ljósmynd á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Þetta er 167. gamla myndin frá safninu sem birtist hér og hafa flestar vakið mikil viðbrögð. Fólk sýnir iðulega gömlum myndum gríðarlegan áhuga og Minjasafninu hafa borist fjölmargar ábendingar um nöfn fólks og staðhætti eftir að mynd birtist opinberlega.

Hefurðu hugmynd um hvar myndin dagsins er tekin? Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um myndina eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri og ritstjórnar Akureyri.net, á netföngin hg@minjasafnid.is og skapti@akureyri.net

  • Myndin hér að neðan birtist fyrir viku. Þetta mun vera Aldísarlundur á Hrafnagili. Syðra-Laugaland handan árinnar. Lundurinn er kenndur við Aldísi Einarsdóttur á Stokkahlöðum sem var mikil ræktunarkona og hafði forgöngu um plöntun í lundinum. Í dag er þessi skógur gróinn saman við seinni tíma trjárækt í brekkunum ofan við Hrafnagil, skv. upplýsingum frá lesanda. Ábending barst um að sennilega sé myndin tekin á 50 ára afmæli KEA árið 1936.

Fleiri gamlar myndir frá Minjasafninu á Akureyri er hægt að skoða HÉR