Fara í efni
Mannlíf

Gamla myndin: Nonni í Þingeyjarsýslu

Vikulega birtist gömul ljósmynd hér á Akureyri.net í samstarfi við Minjasafnið á Akureyri. Fólk sýnir iðulega gömlum myndum gríðarlegan áhuga og Minjasafninu hafa í gegnum tíðina borist fjölmargar ábendingar um nöfn fólks og staðhætti eftir að mynd birtist opinberlega.
 
Á þessari mynd eru Jón Sveinsson, Nonni, og Jón Norðfjörð við óþekktan bæ, sennilega í Þingeyjarsýslu, árið 1930.
 
Þeir sem kunna að búa yfir upplýsingum um hvar myndin er tekin - hver bærinn er - eru hvattir til að senda þær til Minjasafnsins á Akureyri, á netfangið hg@minjasafnid.is
 
Ný mynd birtist vikulega í flokknum GAMLA MYNDIN