Fara í efni
Mannlíf

Gamalt fólk þarf að vera með fólkinu sínu

Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Akureyrarkirkju og pistlahöfundur hér á Akureyri.net telur árið 2020 hafa verið eitt það besta í lífi barna og eldri borgara þessa lands, að minnsta kosti það sem af er þessari öld. „Hér er ég að sjálfsögðu að tala almennt um aðstæður fólks vitandi að inn á milli er fólk að fást við óbærilega sorg og erfiðar aðstæður og því á þessi pistill ekki við um það. Hér er sumsé talað á almennum nótum.“

Hildur segir að síðustu áratugi hafi hin opinbera umræða varðandi gamalmenni Íslands helst snúið að skorti á hjúkrunarrýmum og löngum biðlistum inn á viðeigandi stofnanir. „Árið 2020, fyrir tilstuðlan Covid 19 hafa eldri borgarar landsins verið ofarlega í huga þjóðarinnar vegna þess að veirufjandinn er þannig byggður að hann ógnar mest lífi eldra fólks. Af þeim sökum höfum við í fyrsta lagi þurft að vernda þann hóp sérstaklega vel og af því hefur hlotist sú merkilega uppgötvun að gamalt fólk á Íslandi hafi þörf fyrir að vera með fólkinu sínu og hitta aðrar manneskjur.“

Pistill Hildar