Fara í efni
Mannlíf

Gallað en samt magnað meistaraverk

Pistlar Jóns Óðins Waage sem birtast á Akureyri.net vekja iðulega mikla athygli og viðbrögð. Hann horfði í baksýnisspegilinn í bundnu máli fyrr í vikunni og endurtekur nú leikinn.

Í garði ævi minnar
geng ég og skoða mig um.
Gömul eik nær hátt
og varpar skugga af fortíð minni.
 

Þannig hefst pistill – ljóð – Jóns Óðins sem birtist í dag.

„Þegar maður dettur á sjötugsaldurinn horfir maður í baksýnisspegilinn. Þegar svo maður er með bullandi ADHD þá eru það slæmu minningarnar sem eru að æra mann; þær stoppa aldrei. Svo þetta raus mitt er hluti af baráttunni við þær,“ segir Jón Óðinn til útskýringar.

Smellið hér til að lesa allt ljóðið