Fara í efni
Mannlíf

Fyrsta tap KA-manna í deildinni í sumar

Steinþór Már Auðunsson markvörður KA þurfti að sækja knöttinn tvívegis í netið í dag - jafn oft og í fyrstu sex leikjunum. Þorri Mar Þórisson til hægri. Lósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði fyrir Stjörnunni á Dalvík í dag, 2:0, í Bestu deildinni í knattspyrnu. KA-menn voru taplausir í fyrstu sex umferðunum – höfðu unnið fimm leiki og gert eitt jafntefli, en urðu að játa sig sigraða gegn öflugu Stjörnuliði. KA náði ekki að sýna bestu hliðarnar í dag og sigur Stjörnunnar var sanngjarn.

Ísak Andri Sigurgeirsson gerði fyrra mark Stjörnunnar eftir rúmar 20 mínútur, hann fékk boltann á vítateigslínunni, lék til hægri, komst allt of auðveldlega framhjá tveimur varnarmönnum og skoraði með þrumuskoti efst í nærhornið; frábærlega gert.

Emil Atlason gulltryggði sigur Stjörnunnar á 70. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörnina og skoraði framhjá Steinþóri Má.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna.