Fara í efni
Mannlíf

Fyrsta „Götuganga“ virkra á efri árum

Ljósmyndir: Þorgeir Baldursson
Hópur fólks á besta aldri kom saman í gær og gekk góða stund á vegum verkefnsins Virk efri ár, sem ætlað er íbúum Akureyrarbæjar, 60 ára og eldri. Þetta var í fyrsta sinn sem Götuganga verkefnisins fer fram en örugglega ekki það síðasta.
 
Göngugarparnir komu saman við Hof, hituðu upp undir stjórn Unnars Vilhálmssonar íþróttakennara og gengu síðan af stað, annað hvort 2,5 km eða 5 km. Sólin skein en kalt var í veðri, enginn kippti sér þó upp við það enda klæddu sig allir eftir veðri.
 
Þorgeir Baldursson fylgdist spenntur með, vopnaður myndavélinni.
 

Fleiri myndir síðar