Fara í efni
Mannlíf

Fótbolti um miðjan dag og blak í kvöld

Tvö KA-lið verða í eldlínunni í dag á heimavelli, annars vegar karlalið félagsins í fótbolta um miðjan dag og kvennaliðið í blaki í kvöld.

KA strákarnir í fótboltaliðinu taka á móti Keflvíkingum í neðri hluta Bestu deildarinnar í knattspyrnu. Leikurinn hefst á óvenjulegum tíma, klukkan 16.15.

Þetta er fyrsti leikur KA í þessum hluta mótsins. Liðið er efst af liðunum sex og hefur ekki að neinu að keppa í sjálfu sér; leikur bara fyrir stoltið. Keflvíkingar eru neðstir með 12 stig og lang líklegast að þeir falli. Tvö neðstu liðin falla, næst fyrir ofan Keflavík eru ÍBV og Fram með 20 stig, Fylkir hefur 22, HK 26 og KA er með 29 stig. 

Kvennalið KA í blaki fær svo Völsung frá Húsavík í heimsókn kvöld kl. 20.15. Leikurinn er liður í Íslandsmótinu.