Mannlíf
Fóru aldrei úr landi en Atlavík var áleiðis
28.07.2025 kl. 11:30

Það sat í okkur systkinunum að afi og amma hefðu ekki farið til útlanda, aldrei einu sinni um ævina, en þau hefðu þó farið í Atlavík, og það væri áleiðis.
Þannig hefst 90. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar, sjónvarpsmanns og alþingismanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.
En þau höfðu einmitt orð á því. Hallormsstaðaskógur væri svo erlendis að það nægði þeim alveg að slá niður tjaldhælum sínum í svoleiðis lundi, og halla sér svo aftur í sólstólunum á meðan lognið færði þeim frið í hjarta.
Pistill dagsins: Atlavík