Fara í efni
Mannlíf

Flott myndband til kynningar á VMA

Flott myndband til kynningar á VMA

Vegna kórónuveirunnar verða kynningar fyrir grunnskólanema á Verkmenntaskólanum á Akureyri með öðru sniði í ár en venja er til. Smitvarnir og fjöldatakmarkanir koma í veg fyrir að unnt sé að taka á móti skólahópum á þessu skólaári en þess í stað fara námsráðgjafarnir, Svava Hrönn Magnúsdóttir og Helga Júlíusdóttir, í grunnskólana á Akureyri auk þess sem kynningar verða  á skólanum í gegnum fjarfundabúnað fyrir nemendur grunnskóla utan Akureyrar. 

Þar að auki hefur verið útbúð sérlega flott og skemmtilegt myndband til kynningar á skólanum þar sem tónlistarmaðurinn og leikarinn Króli, Kristján Óli Haraldsson, er leiðsögumaður. Myndbandið var frumsýnt á veg skólans í morgun.

Smelltu hér til að horfa á myndbandið