Fara í efni
Mannlíf

Flott lag Brekkubræðra: Benjamín – MYNDBAND

Brekkubræður: Birgir Ívarsson, Egill Ásberg Magnason, Tómas Bjarkason Lind, Emil Halldórsson og Sigurður Hólmgrímsson.

Brekkubræður er hljómsveit fimm vina á Akureyri sem voru að klára 6. bekk í Brekkuskóla. Eftir að þeir birtust í Sumarlandanum á RÚV síðasta sunnudag að hita upp fyrir Hvanndalsbræður hefur síminn ekki stoppað, að sögn annars mannanna á bak við tjöldin, og drifu strákarnir sig í hljóðver að taka upp lagið sem heyrðist í þættinum.

Hljómsveitin var stofnuð 2021 og er Benjamín fyrsta lagið sem þeir hljóðrita en örugglega ekki það síðasta! Lagið var tekið upp í Stúdíó Tónræktin á Akureyri, upptökustjóri var Ármann Einarsson og aðstoðarmaður hans Magni Ásgeirsson. Lagið er komið á Youtube og dettur inn á streymisveitur á næstu dögum.

Strákarnir í hljómsveitinni eru Birgir Ívarsson, Egill Ásberg Magnason, Tómas Bjarkason Lind, Emil Halldórsson og Sigurður Hólmgrímsson

Smellið hér til að sjá strákana flytja lagið Benjamín

Smellið hér til að sjá umfjöllunina um strákana í Landanum á RÚV