Fara í efni
Mannlíf

Fjórði pistill Arnórs í „þríleik“ um Guðjón!

Í hinum vinsælu Hús dagsins-pistlum hefur Arnór Bliki Hallmundsson undanfarið fjallað um íbúðarhús í Eyjafjarðsveit sem hönnuð voru af Guðjóni Samúelssyni. Pistlarnir áttu að mynda nokkurs konar þríleik en eins og öllum góðum þríleikjum sæmir, er hann í fjórum þáttum! segir höfundurinn. Í dag birtist sá fjórði, um Leifsstaði.

„Hátt uppi í hlíðum (100m y.s.) sunnanverðrar Vaðlaheiðar stendur bújörðin Leifsstaðir. Neðan við Leifsstaði eru svokallaðar Leifsstaðabrúnir, að mestu klæddar myndarlegum skógi. Ekki er þeim sem þetta ritar kunnugt um hversu langt má rekja sögu jarðarinnar, eða heldur við hvaða Leif bærinn er kenndur. Núverandi hús á jörðinni er hartnær aldargamalt en það reisti Bergsteinn Kolbeinsson á árunum 1928-30. Hann hafði áður búið í Kaupangi og reist þar veglegt steinhús eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Líkt og í Kaupangi tæpum áratug fyrr, leitaði Bergsteinn í smiðju Húsameistara ríkisins, sem teiknaði fyrir hann reisulegt steinhús með áföstu gripahúsi,“ segir í pistli dagsins.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika um Leifshús