Fara í efni
Mannlíf

Fjölsmiðjufössari #6 - Trimform og vafasamar dúkkur

Fjölsmiðjufössari! Myndir: Rakel Hinriksdóttir

Á föstudögum í vor langar okkur á Akureyri.net að hressa okkur við fyrir helgina og birta myndaþátt af því besta sem er í boði í Fjölsmiðjunni. Eins og flestir bæjarbúar vita, kennir þar ýmissa grasa og mörg höfum við farið þangað með dótið sem við erum hætt að nota. En hvað er í boði þennan ágæta Fjölsmiðju-fössara?

 

Hvað gæti þetta verið? Lygamælir?

 

Nei, ekki lygamælir, heldur hið fornfræga Trimform tæki! Nú er aftur hægt að koma sér í form án þess að þurfa að hreyfa legg né lið. Bara tengja sig við Trimform-tækið og leggjast upp í sófa með nammiskálina. Bara 2000 krónur og yfirfarið af Fjölsmiðjunni!

 

Einhver hefur nú spilað Skítamóral í þessum græjum! 

 

Þessi fíni bakki er tilvalinn til þess að bera fram konfekt í.

Þá væri hægt að bjóða gestum „Millifótakonfekt“ án þess að vera með dónaskap. 

 

Dúkkur í allskonar ástandi. Einnig er hægt að hringja og kaupa þær símleiðis, þær labba svo sjálfar heim til þín. 

 

Sjónvarpsmarkaðurinn í Fjölsmiðjunni er í úrvals standi. 

 

Ef Trimform-tækið er selt þegar þú kemur, er hægt að sætta sig við bumbuna og kaupa sér þennan til samlætis. 

 

Einhver kvörtunarbréf hafa nú verið samin á þessa... 

 

Einhverjir áttu svona staupglös til þess að skála ef svo ólíklega vildi til að heimurinn myndi ekki farast kl. 00:00 þann 1.janúar 2000. 

 

Ekkert öskrar NÆTÍS eins hátt og plakat af svörtum blómavösum með neonblómum í. 

 

Alls konar púsluspil fást í Fjölsmiðjunni. Jafnvel púsl sem gefa loforð um að ALLIR bitarnir passi saman. Algjörlega. 

 

Leikjastöð númer þrjú! Frábært tækifæri. 

 

Þökkum Fjölsmiðjunni kærlega fyrir að opna dyrnar fyrir blaðamanni, og hvetjum fólk til þess að halda áfram að styrkja það góða starf sem þar fer fram. Í leiðinni viljum við minna á hina nytjamarkaðina í bænum, Hertex, markað Rauða krossins og Norðurhjálp. Endurnýtum og styrkjum gott málefni í leiðinni. Góða helgi!