Fara í efni
Mannlíf

Fjölmenn jólagleði í Minjasafninu – MYNDIR

Kátt var á hjalla í Minjasafninu á Akureyri í gær þegar jólasveinar úr Dimmuborgum í Mývatnssveit litlu í heimsókn, auk þess sem ýmislegt annað var til skemmtunar fyrir börnin.

„Askasleikir og Hurðaskellir skruppu til að skoða jólasýningarnar í Nonnahúsi og á Minjasafninu á milli verka. Þar tók á móti þeim fjöldi fullorðinna í fylgd með enn fleiri börnum. Sveinarnir skemmtu sér konunglega í þessum góða félagsskap,“ segir Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins.

„Jóladagskráin okkar hefur verið afar vel sótt þó þetta slái öll met. Í tilefni 60 ára afmælis safnsins og fyrir tilstuðlan Uppbyggingarsjóðs SSNE gátum við boðið upp á þessa heimsókn, samsöng með Svavari Knúti og föndurstund með Jonnu og Bildu. Þetta hefur gengið svo vel að við munum endurtaka þetta að ári. Hver veit nema að eitthvað bætist við?“ segir Haraldur.