Fara í efni
Mannlíf

Fjölbreyttur varningur á árlegum jólamarkaði

Árlegur jólamarkaður Skógarlundar verður haldinn föstudaginn 1. desember kl. 9-17 og laugardaginn 2. desember frá kl. 11-14.

Til sýnis og sölu eru fjölbreyttar vörur og listaverk sem notendur Skógarlundar hafa unnið að síðasta árið. Sem dæmi má nefna muni úr leir, gleri og tré eins og kertastjaka, blómapotta, jólatré, merkimiða, baðbombur og margt fleira, eitthvað við allra hæfi og tilvalið að kaupa listmuni í jólapakkana.

Posi á staðnum. Kaffi og konfekt í boði. Verið öll velkomin!

Skógarlundur - miðstöð virkni og hæfingar

Í Skógarlundi er fólki með stuðningsþarfir boðin fjölbreytt þjónusta á níu starfsstöðvum: Skapandi starf, vinnuþjálfun, gagnaeyðing, hreyfing, smíðar og handverk, tölvur og rofar, skynörvun, reynsluboltar og tjáskipti. Markmið Skógarlundar eru meðal annars að efla alhliða þroska og sjálfstæði, auka og viðhalda færni til að takast á við athafnir daglegs lífs og bjóða upp á fjölbreytt tækifæri til hæfingar og virkni fyrir alla.