Fara í efni
Mannlíf

Fjölbreytt mannlíf og margt á döfinni

Margt er um manninn í miðbæ Akureyrar þessa stundina, meðal annars í Listagilinu. Mynd: Ásgrímur Örn
Listasumri á Akureyri lýkur í dag með Karnivala, uppskeruhátíð listamanna í Listagilinu, og fjölmargt annað er á döfinni í bænum og næsta nágrenni.
 
  • Sumar- og bjórhátíð LYST er í Lystigarðinum; þar gefst hátíðargestum kostur á að smakka fjölbreytt úrval íslenskra handverksbjóra, margskonar matur er til sölu og í kvöld verða útitónleikar í garðinum þar sem Rakel, Una Torfa, Jón Jónsson og Bríet koma fram.
  • Tónlistarhátíðinni Mannfólkið breytist í slím í Kaldbaksgötu 9 lýkur í kvöld. Tónleikar kvöldsins hefjast kl. 20 og standa fram á nótt. Fram koma: Melodi, Alter Eygló, Biggi Maus & MeMM, Duft, Gróa, MC Myasnoi og Lu_x2.
  • Miðaldadagar eru á Gásum í dag.
  • Handverksmarkaður í Deiglunni frá kl. 13 til 17.
  • Mysingur 10 verður á útisvæði Listasafnsins kl. 15 en þar koma fram Bjarni Daníel og Drengurinn fengurinn.
  • Opin bókbandssmiðja er í Kaktus í Listagilinu frá kl. 14 til 19.

Þá fer fram mikilvægur leikur í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar KA tekur á móti ÍA kl. 16. Nánar hér um leikinn.