Fara í efni
Mannlíf

Fjölbreytt hátíð vegna afmælis Glerártorgs

Afmælishátíð Glerártorgs hófst eftir hádegi í dag og verður síðan á laugardag og sunnudag. Í nóvember 2020 voru 20 ár síðan verslunarmiðstöðin var opnuð, vegna heimsfaraldursins var ekki hægt að fagna þeim tímamótum þá en nú er blásið til hátíðar af þessu tilefni.

Leikskólabörn frá Iðavöllum og Hólmasól komu saman á Glerártorgi klukkan 13.00 í dag og hófu hátíðina með fallegum afmælissöng.

„Fjölmargir skemmtikraftar og listamenn verða með viðburði víðsvegar um húsið auk þess sem boðið verður uppá veitingar og kaupmenn verða með glæsileg tilboð í verslunum sínum,“ segir í tilkynningu frá Glerártorgi.

Opið verður til miðnættis í kvöld á Glerártorgi í tilefni dagsins, en dagskráin næstu daga er sem hér segir skv. tilkynningu:

Í kvöld

  • 20.00 Páll Óskar skemmtir gestum og veitir eiginhandaráritanir og hægt er að taka sjálfu – selfie – af sér með honum.
  • 20.00 DJ.Lilja leikur tónlist.
  • 21.15 Laddi og Eiríkur Fjalar mæta á svið.
  • 22.00 Villi vandræðaskáld skáldar fram frábæra tóna í bland við gott grín
  • 22.45 Marina og Krissi á þægilegu nótunum

„Ölgerðin gefur drykki – Pizzan gefur góðgæti – Kaffihúsið býður uppá kaffi – Ísbúðin gefur ís – Vodafone verður með lukkuhjól Vodafone og Stöð2 í kvöld kl. 18.00 og 22.00 – popp fyrir alla. Fullt af flottum vinningum í boði fyrir alla gesti.“

Laugardagur 5. nóvember

  • 12.30 „Húlladúlla með húllafjör – Húlladúllan tekur á móti þátttakendum með mögnuðu húllaatriði og kenni svo bæði grunnatriði húllahoppsins og trix fyrir lengra komna. Frábært fjör og holl hreyfing fyrir alls konar hópa á öllum aldursbilum. Húllahringir af ýmsum stærðum og gerðum á staðnum.“
  • 13.50 Halla Björk Reynirsdóttir, formaður bæjarráðs Akureyrar, flytur erindi.
  • 14.00 Benedikt Búálfur og Dídí – „Engin önnur en Benedikt búálfur og Dídí mannabarn munu koma og skemmta á afmælishátíð Glerártorgs. Þau munu syngja, spjalla, fíflast og leika fyrir gesti og sjá til þess að halda uppi stuðinu!“
  • 13.00 „DJ Jakob Möller kemur okkur í helgargírinn“
  • 14.00 Candy Floss fyrir alla
  • 10.00-17.00 Föndurborð fyrir krakkana
  • 13.00-16.00 Andlitsmálun

„Nói Síríus býður uppá konfekt – Ölgerðin gefur drykki – Ísbúðin gefur íspinna – Pizzan með spennandi smakk – Kaffi Expresso býður uppá kaffi – Vodafone með popp fyrir alla.“

Heimilistæki og Tölvulistinn halda einnig uppá samtals 90 ára afmæli á laugardaginn, 60 og 30 ára afmæli, „og bjóða sérstaklega til afmælisveislu þar sem verða kræsingar í boði og heitt á könnunni og fjölmörg vegleg tilboð,“ segir í tilkynningu.

Sunnudagur 6. nóvember

  • 13.30 Húlladúllan með leyndardóma jafnvægislistanna – „Húlladúllan lýkur upp leyndardómum jafnvægislistanna. Við munum halda jafnvægi á bæði töfrafjöðrum og kínverskum snúningsdiskum og allskonar óhefðbundnum áhöldum. Við munum líka láta reyna á okkar eigið jafnvægi á veltibrettum og leik að eigin jafnvægi með ýmsum þrautum.“
  • 14.00 Karlakór Akureyrar – Geysir syngur og fagnar 100 ára samfelldu karlakórastarfi á Akureyri um þessar mundir.
  • 14.30 Karíus og Baktus – „Freyvangsleikhúsið frumsýnir Karíus og Baktus þann 26.nóvember og munu mæta eldhressir til okkar með atriði úr leikritinu.“
  • 14.00 Guðmundur Smári harmonikkuleikari spilar fyrir gesti og gangandi
  • 13.00-15.00 Candy Floss fyrir alla
  • 13.00-17.00 Föndurborð fyrir krakkana
  • 15.00 Dregið í gjafaleik Glerártorgs