Fara í efni
Mannlíf

Fiskidagurinn mikli – sjáðu hvað verður í boði

Fiskidagurinn mikli verður haldinn á Dalvík á morgun – í 20. skipti, og í tilefni stórafmælisins verður mikið um dýrðir. 

Setning Fiskidagsins mikla er á Vináttukeðjunni í dag, föstudaginn 11. ágúst kl. 18.00. Fiskisúpukvöldið er svo í kvöld að vanda; fjölskyldur víða um bæinn gefa gestum og gangandi súpu. Það hefst kl. 20.15 og stendur til kl. 22.15.

Á morgun verður margt í boði. Starfsemi verður ræst á öllum matarstöðvum kl. 11.00. Hér má sjá hvað verður á matseðlinum, skv. tilkynningu frá Fiskideginum mikla.

Á grillstöðvum Fjörfisks, Marúlfs, Reynis og Hrings

  • Fersk bleikja í tælenskri sesam- og engifer marineringu
  • Ferskur þorskur með kúrekabaunum
  • Brauðbollur og drykkir

Langgrillið – 8 metra langt gasgrill, ´65 og ´66 árgangar, vinir, fjölskyldur og velunnarar

  • Fiskborgarar í brauði með Heinz majónes og tómatsósu. Nú eru borgararnir minni en áður

Rækjusalatsstöð - barna og unglingaráð knattspyrnunnar

  • Rækjur, salat, og grænmeti í Sticky Korean BBQ sósu - Dögun

Loki Fish

  • Soft taco „viskur“, Heinz vegan majo og chillisósa, kál og sýrður rauðlaukur


Friðrik V

  • 1000 bragða sjávarfangssúpa
  • Byggotto með steiktri bleikju

Rækjustöð - Linda og Magga. Einu rækjudrottningar Íslandssögunnar

  • Nýveiddar rækjur í skelinni og sojasósa

Sushistöð. Majó - Food and Culture og vinir

  • Sushi eins og það gerist best

Grímsstöð. Grímur kokkur ásamt fjölskyldu og vinum

  • Taco með fiskistöngum, salsa, avókadó, tómötum og hvítlaukssósu
  • Risottó bollur með sveppa hvítlauks og chilli fyllingu

Moorthy og fjölskylda í Indian Curry House á Akureyri

  • Bleikja tandoori, chapati- brauð og rahita

Golfklúbburinn Hamar - Hrísiðn

  • Hríseyjar- hvannargrafin bleikja
  • Reykt bleikja – Hnýfill
  • Ristað brauð – sinneps- og hunangssósa

Fish and chips stöð. Reykjavík Fish

  • Fish and chips. Heinz majónes og tómatsósa, sinnep og malt vínedik

Filsustöð - Skíðafélag Dalvíkur grillar Filsur
Kjarnafæði og Friðrik V

  • Filsur í brauði með sérvöldum Heinz sósum

Sasimistöð – sasimistjórar Addi Jelló og Ingvar Páll

  • Bleikja og langreyður frá Hval hf
  • Wasabi og sojasósa

Harðfisksstöð - Salka Fiskmiðlun í litríkum búningum

  • Íslenskur harðfiskur og íslenskt smjör

Síldar- og rúgbrauðstöð

  • Síld og heimabakað rúgbrauð með smjöri
  • Bestu rúgbrauðsbakarar landsins

Kaffistöð: Kaffibrennslan á Akureyri

  • Rúbín kaffi – besta kaffið

Íspinnastöð

  • Samhentir, vinir Fiskidagsins mikla númer 1 gefa íspinna. Samhentir hafa verið með okkur frá upphafi

_ _ _

  • Yfirkokkur: Friðrik V
  • Aðstoðarkokkar: Arnþór Sigurðsson og Arnrún María Magnúsdóttir
  • Allt brauð er í boði Gæðabaksturs
  • Allir drykkir eru í boði Egils appelsín
  • Allt meðlæti: Olíur, marinering, krydd, sósur, (HEINZ), salat, og grænmeti er í boði INNNES
  • Allur fiskur í boði Samherja nema að annað sé tekið fram
  • Allur flutningur í boði Samskipa
  • Gas á grillin í boði Olís