Fara í efni
Mannlíf

Félagsleg rannsókn að bera út jólapóst

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur rifjað upp bernskuárin í Innbænum á Akureyri í pistlum sem birst hafa á Akureyri.net síðustu misseri. Jólapóstur er yfirskrift pistils dagsins.

Eins og margir muna starfaði faðir Ólafs, Ævar Karl Ólafsson, lengi á pósthúsinu og þar vann Ólafur með skóla og í fríum á yngri árum. Pósthúsið „var undraheimur sem gaman var að heimsækja fyrir jólin þegar allt var troðfullt af bréfum, pökkum og póstpokum,“ skrifar hann.

„Mesta upplifunin var að bera út póstinn dagana fyrir jól. Maður rogaðist í snjónum með þungan póstpokann fullan af jólakveðjum frá vinum og fjölskyldu, nær og fjær. Þegar bankað var upp á opnaðist inn í heim og jólaundirbúning hvers heimilis. Sums staðar var matarilmur, fjör og ofgnótt. Annars staðar þögn og fátækt eða fyllerí. Mjög forvitnilegt og e.t.v mótandi fyrir ungan dreng.“

Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs