Fara í efni
Mannlíf

Fátt kemur á óvart í lífi roskinna hjóna ...

Sífellt færra kemur á óvart í lífi roskinna hjóna á Syðri Brekkunni og hver dagur er þar öðrum líkur. Tilveran er svo tilbreytingarsnauð að heimsóknir í apótek til að sækja nýja skammta af hægðalyfjum og tannlími eru kærkomin tækifæri til að bregða út af vananum og hitta fólk.

Þannig hefst bráðskemmtilegur pistill Svavars Alfreðs Jónssonar sem birtist á Akureyri.net í dag.

Hann heldur áfram:

Nýlega kom þó kvöld sem virtist lofa góðu og hljómaði spennandi. Konan átti að vera mætt í saumaklúbb klukkan sjö og klukkutíma síðar hófst karlakórsæfing hjá mér.

Tveir viðburðir á sama kvöldinu hjá okkur!

Smellið hér til að lesa pistil Svavars Alfreðs