Fara í efni
Mannlíf

Fálmandi karl á Krísuvíkurleiðinni

Kristín Aðalsteinsdóttir var nýlega orðin 15 ára þegar Yuri Gagarin átti leið um Keflavíkurflugvöll í júlí 1961. Sovétmaðurinn fór fyrstur manna út í geim og þegar nágranni frændfólks Kristínar á Hagamelnum bauð henni óvænt að fara með sér til Keflavíkur þar sem almenningi bauðst að taka í hönd sovésku hetjunnar, þurfti Kristín ekki að hugsa sig um. Hún segir frá þessu í pistli dagsins fyrir Akureyri.net.

„... vel metinn maður í Reykjavík á þessum árum. Ég var honum málkunnug,“ skrifar Kristín.

Eftir ógleymanlegt handtak í Keflavík var haldið heim á heið. „Við vorum ekki komin langt þegar maðurinn sem bauð mér í þessa Keflavíkurferð, sagðist ætla að fara Krísuvíkurleiðina heim til Reykjavíkur. Það sagði mér ekki neitt, sú leið var í mínum huga bara einhver önnur leið til Reykjavíkur en vanalega var farin. En við höfðum ekki keyrt lengi þegar maðurinn stoppaði bílinn þarna í eyðimörkinni, færir sig nær mér og fálmar.“

Pistill Kristínar í dag: Krísuvík