Fara í efni
Mannlíf

Eyþór Ingi býr fuglum sínum heimili á vefnum

Auðnutittlingur. Ljósmynd: Eyþór Ingi Jónsson.

Eyþór Ingi Jónsson, tónlistarmaður á Akureyri og náttúruljósmyndari, hefur opnað ljósmyndasíðuna Fuglar á netinu; fallega síðu sem full ástæða er til að vekja athygli á. Á síðunni er að finna gríðarlegan fjölda mynd af fjölmörgum fuglategundum.

„Eyþór hefur afar mikinn áhuga á fuglum og fuglaljósmyndun og hefur unnið náið með vísindamönnum víða um land að fuglamerkingum, talningum og öðrum störfum,“ segir á síðunni.

„Fuglaáhuginn hefur fylgt Eyþóri frá æsku en hann fór að mynda fugla af einhverju ráði árið 2010. Eyþór leggur sérstaka áherslu á að mynda fugla í Flatey á Breiðafirði og á NA-landi. Eyþór leitast við að blanda saman ljósmyndum þar sem fuglinn er í aðalhlutverki og myndum þar sem fuglinn er fjær á myndinni, t.d. í fallegu landslagi eða í vondu veðri.“

​Smellið hér til að sjá fuglasíðu Eyþórs Inga.