Fara í efni
Mannlíf

Eru Íslendingar þeir allra „mannlegustu“?

Ég hef átt það til að ofmetnast, þrátt fyrir að þekkja spakmælið að dramb sé falli næst og ráma í grísku goðsögnina um Ikaros. Þetta er mannlegur breyskleiki. Errare humanum est, minnir mig að það hafi verið kallað á latínu. Mistök eru mannleg. 

Þannig hefst nýr pistill Stefáns Þór Sæmundssonar, sá ellefti í röðinni Þessi þjóð, sem Akureyri.net birtir í dag.

Íslendingar eru sennilega með allra mannlegustu (lesist: breyskustu) þjóðum og endurtaka sömu mistökin hvað eftir annað, eins og að fljúga of hátt og hrapa í sjóinn eins og Ikaros greyið. Fyrir meðalljón eins og mig hefur fallið aldrei verið mjög afgerandi því flugið hefur verið frekar lágt en þegar milljarðarnir koma saman er veisla fyrir vargana.

Pistill Stefáns: Þegar maður flýgur of hátt