Fara í efni
Mannlíf

Er þetta þá bara að verða búið hjá mér?

„Humm, þetta er ekki eins og það á að vera,“ sagði læknirinn, grafalvarlegur í bragði og fjarlægði hlustunarpípuna af brjóstinu á mér. Því næst veiddi hann miða upp úr vasanum, hripaði eitthvað á hann og rétti mér. „Þú skalt fara með þetta til heimilislæknisins þíns strax á mánudagsmorguninn. Það þolir enga bið.“

Þannig hefst Orrablót dagsins, þar sem Orri Páll Ormarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, heldur áfram að rifja upp æskuárin á Akureyri. Í dag fjallar hann um dauðadóm sem Orra þótti „ákveðinn skellur, ekki síst í ljósi þess að ég var ekki nema 14 ára,“ eins og hann skrifar.

Ég stóð sem lamaður þarna á gólfinu. „Þolir enga bið!“ ómaði í höfðinu á mér. Ekki batnaði líðan mín við að lesa það sem stóð á miðanum: „Sístöðulaust óhljóð frá hjartanu.“

Orrablót dagsins: Sístöðulaust óhljóð frá hjartanu