Fara í efni
Mannlíf

KA tapaði mögnuðum toppbaráttuslag

Víkingar fagna sigurmarkinu í dag. KA-menn voru að vonum afar vonsviknir. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA tapaði 3:2 fyrir Víkingi í dag á heimavelli, í stórskemmtilegum toppbaráttuslag Bestu deildarinnar, efstu deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu.

Eftir að Víkingar gerðu fyrsta markið komst KA í 2:1 en gestirnir gerðu tvö síðustu mörkin – sigurmarkið  í þann mund er hefðbundnum leiktíma lauk, fjórum mínútum áður en lokaflautið gall. Markið var afar klaufalegt frá sjónarhóli KA-manna og vonbrigðin gríðarleg, enda virtust þeir nær því en Íslandsmeistarar að knýja fram sigur.

Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði einu sinni fyrir KA í dag, hefur þar með gert 17 mörk í deildinni og er lang markahæstur.

KA er áfram í öðru sæti deildarinnar með 36 stig eftir 19 leiki og Víkingur 35 stig að loknum 17 leikjum.

Nánar á eftir