Fara í efni
Mannlíf

Endurtaka KA-menn leikinn á KR-velli?

Brynjar Ingi Bjarnason fagnar marki sínu gegn KR í Reykjavík 7. maí í fyrra. Ljósmynd: Hafliði Breiðfjörð/fotbolti.net

KA mætir KR í Reykjavík í dag í Bestu deildinni í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Liðin mættust einnig 7. maí á síðasta ári á KR-vellinum og þá fögnuðu KA-menn glæsilegum 3:1 sigri. Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði tvö mörk þann dag og Brynjar Ingi Bjarnason eitt.

KA hefur unnið alla þrjá leikina til þessa, gegn Leikni og Keflavík heima og ÍBV úti. Valur og Breiðabliki unnu líka þrjá fyrstu leikina, Valur gerði hins vegar jafntefli í gær en Blikar mæta ÍA í dag og með sigri verða Breiðablik og KA saman á toppnum.