Fara í efni
Mannlíf

Ekki endalaust hægt að taka eitt ár í viðbót

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

„Þegar ég fékk fimmtu sterasprautuna í mjöðmina í vor sagði læknirinn að sennilega væri kominn tími hjá mér til þess að hætta í handboltanum,“ segir Martha Hermannsdóttir í viðtali við Ívar Benediktsson, ritstjóra handboltavefs Íslands, handbolti.is. Þessi þrautreynda handboltakona lagði skóna á hilluna fyrir nýhafið keppnistímabil eins og Akureyri.net greindi frá í síðustu viku.

„Ég var ekki alveg viss í vor þegar keppnistímabilinu lauk en fann það hinsvegar þegar við áttum að byrja aftur í sumar að sennilega væri bara rétt að setja punktinn aftan við handboltaferlinn. Ég get ekki endalaust tekið eitt ár í viðbót. Ég var orðinn mjög slæm í skrokknum í fyrravetur, var nokkuð frá vegna meiðsla enda er mikil átök í handboltanum og ég búin að vera lengi að,“ segir Martha í viðtalinu.

  • MYNDIN – Martha og sonur hennar, Dagur Árni Heimisson, fylgjast spennt með gangi mála undir lok fyrsta úrslitaleiksins við Val um Íslandsmeistaratitilinn vorið 2021 eftir að Martha fékk rautt spjald. Dagur Árni er aðeins 15 ára, verður 16 ára síðar á árinu, og hefur þegar tekið við keflinu af móður sinni og föður, Heimi Árnasyni; Dagur Árni er farinn að leika með meistaraflokki KA.

Smellið hér til að lesa viðtalið við Mörthu.

Martha Hermannsdóttir hampar Íslandsbikarnum í Valsheimilinu í júní 2021. Ljósmynd: Sara Skaptadóttir