Mannlíf
														
Ekki að fara að hætta, ég er ungur ennþá
											
									
		14.11.2021 kl. 21:23
		
							
				
			
			
		
											 
											Birkir Bjarnason eftir landsleikinn í Skopje í dag með landsliðstreyju sem hann fékk að gjöf frá Knattspyrnusambandi Íslands. Mynd af Facebook síðu KSÍ.
									Birkir Bjarnason bætti landsleikjamet Rúnars Kristinssonar í dag þegar Ísland mætti Norður-Makedóníu í Skopje, í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta var 105. leikur Birkis með A-landsliðinu, eins og Akureyri.net greindi frá fyrr í dag.
Þegar fréttamaður RUV spurði Birki eftir leikinn hvort hann myndi sjást aftur í landsliðstreyjunni stóð ekki á svari: „Já, ég er ekki að fara hætta, ég er ungur ennþá.“
Smellið hér til að sjá viðtalið við Birki.
 
																 
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                             
                            