Fara í efni
Mannlíf

„Ekkert er ólæknanlegt“ – Fyrirlestur í dag

„Ekkert er ólæknanlegt,“ er haft eftir Þjóðverjanum Bruno Gröning og fyrirlestur með þeirri yfirskrift verður í húsnæði Rauða krossins á Akureyri í dag.

Það er lögfræðingurinn dr. Sylke Wagner-Burkard sem flytur fyrirlesturinn á ensku. Hann hefst klukkan 17.00.

Í tilkynningu segir:

Þessar óhefðbundnu lækningar sem urðu að veruleika í gegnum Bruno Gröning (1906-1959) mörkuðu upphaf nýs tímaskeiðs andlegra lækningaaðferða.

Bruno Gröning skildi eftir sig þekkingu um hvernig hægt væri að meðtaka náttúrulegan lækningamátt sem getur fært öllum mönnum varanlegt heilbrigði. Í dag líkt og þá hefur fólk um allan heim læknast af krónískum sjúkdómum sem hefur hrjáð það jafnvel í áratugi en einnig losnað undan vímuefnavanda og öðrum fíknisjúkdómum.

Þessu til grundvallar eru fjöldi frásagna um bata sem ýmsir sérfræðingar úr læknisfræði og vísindageiranum eru að rannsaka gaumgæfilega og skrásetja ásamt sjúkdómsgreiningum óháðra lækna.

Til að opna aðgengi að þekkingu Bruno Grönings um allan heim halda læknar, sálfræðingar og náttúrulæknar úr læknisfræðivísindageiranum reglulega ókeypis fyrirlestra í mörgum löndum til að greina frá reynslu sinni.

Aðgangur er ókeypis, frjáls framlög vel þegin, segir í tilkynningunni.