Fara í efni
Mannlíf

Eitt af glæstari húsum syðri Brekkunnar

„Eyrarlandsvegur 26 er eitt af glæstari og skrautlegri húsum syðri Brekkunnar og raunar bæjarins alls og stendur á áberandi og skemmtilegum stað,“ segir Arnór Bliki Hallmundsson í nýjum pistli í röðinni um Hús dagsins. „Það kallast mjög skemmtilega á við stærsta sveitserhús bæjarins, Gamla Skóla, sem stendur spölkorn sunnan hússins, handan Eyrarlandsvegar. Húsið er skrauti hlaðið og svipmikið; stórbrotinn kvisturinn ásamt útskotinu helstu sérkenni þess, ásamt útskornu skrauti sem hér og hvar prýðir húsið.“

Eyrarlandsvegur 26 er hús kaþólsku kirkjunnar en það var reist sem einbýlishús árin 1911-12. Húsið er í fyrirtaks hirðu. Ásamt næsta húsi, Péturskirkju, myndar húsið sérlega skemmtilega heild á horninu, sem kannski mætti kalla „Kaþólska hornið“. 

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika