Fara í efni
Mannlíf

Einu sinni háðu dreki og fíll einvígi ...

„Löngu fyrir ísöld var Ísland hluti af einhvers konar landbrú milli Norður-Ameríku og Evrópu. Smám saman hvarf þessi landbrú í sjóinn eftir því sem Atlandshafið stækkaði. Þá varð Ísland eyja og trén sem voru á henni fóru að þróast eftir eigin leiðum. Hér voru tré sem sennilega voru hvergi annars staðar í heiminum.“

Þannig hefst 44. pistill Sigurðar Arnarsonar í röðinni Tré vikunnar. Hann fjallar að þessu sinni um Drekablóðstré.

Sigurður segir í kynningu:

„Einu sinni háðu dreki og fíll einvígi upp á líf og dauða á eyju einni utan við Adenflóa. Drekinn náði góðu taki með tönnunum á fílnum svo það tók að blæða. Fíllinn riðaði við og féll að lokum dauður ofan á drekann. Við það kramdist drekinn og blóð beggja rann út í sólbakaða jörðina. Upp úr blóðinu spratt fyrsta drekatréð. Því til sannindamerkis er blóðið enn í trjánum. Ef það kemur sár þá rennur út blóðrauður dreyri.“

Smellið hér til að lesa meira.