Fara í efni
Mannlíf

EinnPlúsEinn gefur út nýtt lag á morgun

Tónlistarmennirnir Ágúst Þór og Rúnar Þór Brynjarssynir, sem nota listamannsnafnið EinnPlúsEinn, gáfu í síðustu viku út endurgerð smellsins Ég er farinn sem Úlfur Úlfur gerði vinsælt fyrir margt löngu. Lagið má finna á Spotify og á morgun senda bræðurnir frá sér nýtt lag, Hugarró, sem pródúserað er af Ágústi Karel Magnússyni.

Ágúst Þór og Rúnar Þór eru 23 ára bræður frá Húsavík en búsettir á Akureyri; þeir og systirin Særún Anna eru þríburar. Auk þess að koma fram sem EinnPlúsEinn eru bræðurnir í Færibandinu. „Það er búið að vera brjálað að gera í tónlistabransanum síðustu tvö ár,“ segir Ágúst Þór. Hann segir Færibandið vinsælustu ballhljómsveit Norðurlands. „Við höfum verið að spila út um allt land á mörgum ótrúlega flottum árshátíðum, þorrablótum, brúðkaupum og Færibandið er bókað flestar ef ekki allar helgar í sumar.“

https://www.instagram.com/einnpluseinn/

https://www.instagram.com/faeribandid/