Fara í efni
Mannlíf

Ein með öllu – hvað er á dagskrá í dag?

Sá vinsæli viðburður Mömmur og möffins hefst klukkan 14.00 í dag í Lystigarðinum. Allt fé sem safnast við sölu á kökunum rennur til fæðingardeildar Sjúkrahússins á Akureyri.

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hófst á Akureyri í gær og lýkur um miðnætti annað kvöld með flugeldasýningu að loknum Sparitónleikum á flötinni neðan við Samkomuhúsið.

Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta hús og götur bæjarins í rauðum lit yfir hátíðina, „einnig er nýjung í ár þar sem við hvetjum gesti að klæða sig upp í rauðu og smella mynd af sér, en við sláum upp veglegum instagram leik undir myllumerkinu #rauttak,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum hátíðarinnar.

LAUGARDAGUR

Súlur Vertical fjallahlaupið

 • 07:00 55 km hlaupið hefst í Kjarnaskógi
 • 10:00 28 km hlaupið hefst
 • 11:00 18 km hlaupið hefst

Hlaupinu lýkur í göngugötunni.

Evrópumót í torfæru
11:00 - 16:00 Evrópumótið í torfæru verður haldið 30. og 31. júlí á svæði Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg. Alvöru tryllitæki og verður mikil sýning þegar ökumenn þessara öflugu bíla reyna við brekkurnar. „Gott er að taka með sér útilegustóla og eitthvað gott að drekka og borða með,“ segir í kynningu.

Akureyri.bike áskorunin 2022
„5 brekkur í Eyjafirði á götuhjóli hljómar eins og góð skemmtun um versló,“ segir í kynningu. Akureyri.bike verður með áskorun á laugardeginum þar sem samanlagður tími upp 5 brekkurnar sker úr um hver verða krýnd fjallakóngur og fjalladrotting helgarinnar. Fólk hefur 24 tíma til að hljóla sem flestar brekkur. Allar upplýsingar á https://www.akureyri.bike

Ráðhústorg og göngugatan

 • 10:00 - 15:00 Sölvi frá Ghost Kitchen grillar á torginu
 • 12:00 - 16:00 Útibar á Vamos
 • 13:00 - 18:00 Markaður laugardag og sunnudag.
 • 14:00 Karmellukast fyrir utan Centro fataverslunina

Flötin neðan við Samkomuhúsið
13:00 - 23:30 Tívolí

Lystigarðurinn

 • 11:00 Útiæfing á vegum Norður.
 • 14:00 Mömmur og möffins
 • 14:30 Útiskemmtun á flötinni hjá Kaffi LYST. Sápukúlur, tónlist, dansatriði frá STEPS Dancecenter og fleira
 • 20:00 Uppistandstónleikar með Andra Ívars - „Í bland við hefðbundið uppistand mun Andri gera hinum ýmsu stílum tónlistar góð skil með gítarinn að vopni,“ segir í kynningu. Miðasala á www.tix.is

Akureyri er okkar
Nýr viðburður á Einni með öllu; veitingamenn bæjarins taka sig saman og halda tónleika á hverju veitingahúsi fyrir sig.

 • 16:00 - 17:00 Cafe LYST: Ari Orra og Anton Líni
 • 17:00 - 18:00 Backpackers: DJ Piqui og Ragga Rix
 • 18:00 - 19:30 Vamos: Hljómsveitin Súlur, Anton Líni og Atli
 • 19:30 - 20:30 Múlaberg: DJ Hristo og Júlí Heiðar
 • 21:00 - 23:00 R5 bar: Andrea Gylfa, Stebbi Ingólfs og Halli Gulli

Deiglan í Listagilinu
18:00 Tónlistarhátíðin 2000volt. Ókeypis aðgangur, ekkert aldurstakmark.

Stjórnin á Græna hattinum
21:00. Miðasala á https://graenihatturinn.is

Hljómsveitin Súlur í Sjallanum
Miðasala á www.tix.is