Fara í efni
Mannlíf

Ein með öllu – fjölbreytt dagskrá

Sparitónleikarnir á Einni með öllu 2019, Friðrik Dór á sviðinu.

Verslunarmannahelgin hefst senn og þar með fjölskylduhátíðin Ein með öllu eins og hefð er orðin fyrir á Akureyri.

„Bærinn iðar af lífi og fjöri yfir hátíðina þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Fjölskyldu-, barna-, og kvöldskemmtanir verða bíða um bæinn, landsþekktir söngvarar koma fram, tvö tívolí verða verða á flötinni neðan við Samkomuhúsið, skógardagur er haldinn í Kjarnaskógi og Sparitónleikar verða á sunnudagskvöldið, svo fátt eitt sé nefnt.

Bæjarbúar eru hvattir til að skreyta hús og götur bæjarins í rauðum lit yfir hátíðina, „einnig er nýjung í ár þar sem við hvetjum gesti að klæða sig upp í rauðu og smella mynd af sér, en við sláum upp veglegum instagram leik undir myllumerkinu #rauttak.“

Fjölmargt er í boði á hátíðinni eins og sjá má hér að neðan. Nánari upplýsingar að morgni hvers dags hér á Akureyri.net.

FÖSTUDAGUR

Glerártorg
13:30 Húllahringjagerðarsmiðja á Glerártorgi. „Skemmtileg smiðja þar sem þátttakendur eignast og skreyta sinn eigin húllahring.“

15:00 - 17:00 DÍA og Davíð Máni

15:00 - 17:00 Azpect

Flötin neðan við Samkomuhúsið
Tívolí opið frá föstudegi til sunnudags kl. 15:00 – 23:30

Kirkjutröppurnar
16:00 - 18:00 Kirkjutröppuhlaup í boði Múlaberg bistro & bar og Hótel Kea, Flórídana og Eldhafs. „Keppt verður í fjórum aldursflokkum. Þátttakendur skrá sig á staðnum. Glæsileg verðlaun í boði!“

Kjarnaskógur
16:00 Krakkahlaup Súlur Vertical; hluti af Súlur Vertical hlaupahátíðinni. Skráning á staðnum, engin aðgangeyrir.

Menningarhúsið Hof
17:00 Menningarskokk Súlur Vertical með Vilhjálmi Bergmann Bragasyni. Skokkið er fyrir þátttakendur í Súlur Vertical og er þeim að kostnaðarlausu.

Akureyri er okkar
Nýr viðburður á Einni með öllu; veitingamenn bæjarins taka sig saman og halda tónleika á hverju veitingahúsi fyrir sig.
16:00 - 17:00 Backpackers: Ragga Rix og DJ Piqui

17:00 - 18:00 Cafe Lyst: Séra Bjössi og DIA

18:00 - 19:30 Múlaberg: Ársæll Gabríel

19:30 - 20:30 Vamos: Azpect og Herra Hnetusmjör

21:00 - 23:00 R5 bar: Andrea Gylfa, Stebbi Ingólfs og Halli Gulli

Akureyrarkirkja
20:00 Óskalagatónleikar með þeim Óskari Péturssyni, Ívari Helgasyni og Eyþóri Inga Jónssyni organista sem flytja lög sem tónleikagestir velja á staðnum.

Græni hatturinn
21:00 Classic Rock með Magna og Matta Matt. Miðasala á https://graenihatturinn.is

Sjallinn
Herra Hnetusmjör og Séra Bjössi. Miðasala á www.tix.is

LAUGARDAGUR

Súlur Vertical fjallahlaupið
07:00 55 km hlaupið hefst í Kjarnaskógi
10:00 28 km hlaupið hefst
11:00 18 km hlaupið hefst
Nánar um Súlur Vertical síðar á Akureyri.net

Svæði Bílaklúbbs Akureyrar
11:00 - 16:00 Evrópumótið í torfæru verður haldið 30. og 31. júlí. Alvöru tryllitæki og verður mikil sýning þegar ökumenn þessara öflugu bíla reyna við brekkurnar. „Gott er að taka með sér útilegustóla og eitthvað gott að drekka og borða með,“ segir í kynningu.

Akureyri.bike áskorunin 2022
„5 brekkur í Eyjafirði á götuhjóli hljómar eins og góð skemmtun um versló,“ segir í kynningu. Akureyri.bike verður með áskorun á laugardeginum þar sem samanlagður tími upp 5 brekkurnar sker úr um hver verða krýnd fjallakóngur og fjalladrotting helgarinnar. Fólk hefur 24 tíma til að hljóla sem flestar brekkur. Allar upplýsingar á https://www.akureyri.bike

Ráðhústorg og göngugatan
10:00 - 15:00 Sölvi frá Ghost Kitchen grillar á torginu

12:00 - 16:00 Útibar á Vamos

13:00 - 18:00 Markaður laugardag og sunnudag.

14:00 Karmellukast fyrir utan Centro fataverslunina

Flötin neðan við Samkomuhúsið
13:00 - 23:30 Tívolí

Lystigarðurinn
11:00 Útiæfing á vegum Norður.

14:00 Mömmur og möffins

14:30 Útiskemmtun á flötinni hjá Kaffi LYST. Sápukúlur, tónlist, dansatriði frá STEPS Dancecenter og fleira

20:00 Uppistandstónleikar með Andra Ívars - Miðasala á www.tix.is

Akureyri er okkar
16:00 - 17:00 Cafe LYST: Ari Orra og Anton Líni

17:00 - 18:00 Backpackers: DJ Piqui og Ragga Rix

18:00 - 19:30 Vamos: Hljómsveitin Súlur, Anton Líni og Atli

19:30 - 20:30 Múlaberg: DJ Hristo og Júlí Heiðar

21:00 - 23:00 R5 bar: Andrea Gylfa, Stebbi Ingólfs og Halli Gulli

Deiglan í Listagilinu
18:00 Tónlistarhátíðin 2000volt. Ókeypis aðgangur, ekkert aldurstakmark.

Græni Hatturinn
21:00 Stjórnin. Miðasala á https://graenihatturinn.is

Sjallinn
Hljómsveitin Súlur. Miðasala á www.tix.is

SUNNUDAGUR

Svæði Bílaklúbbs Akureyrar
11:00 - 16:00 Evrópumótið í torfæru verður haldið 30. og 31. júlí. Alvöru tryllitæki og verður mikil sýning þegar ökumenn þessara öflugu bíla reyna við brekkurnar. „Gott er að taka með sér útilegustóla og eitthvað gott að drekka og borða með,“ segir í kynningu.

Rafhjólaleikarnir 2022
13:00 Rafhjólaleikarnir 2022 í Kjarnaskógi. „Skemmtun fyrir rafdrifna fjallahjólara að takast á við 4 af skemmtilegustu brekkum bæjarins.“ Frekari upplýsingar á https://www.akureyri.bike/rafhjolaleikarnir - ókeypis er á viðburðinn.

Kjarnaskógur
13:00 „Skógardagurinn verður haldinn á Birkivelli þar sem Húlladúlla mun koma fram og ganga á milli þátttakenda og nálgast hvern og einn þeirra á þeirra getustigi. Hún er með skemmtileg og töff húllatrix fyrir alla, bæði lengra komin og fyrir byrjendur.“

Á staðnum verður ísvagn frá Ísbúð Akureyrar, sápukúluvélar verða í gangi, tónlist mun óma um svæðið, sveppafræðsla, kveikt verður á báli og poppað popp. Í samstarfi við Amtsbókasafnið verður ratleikur í skóginum í kring um svæðið og foreldrar geta bragðað sér á ketilkaffi.

Flötin neðan við Samkomuhúsið
13:00 - 23:30 Tívolí

Ráðhústorg
13:00 - 18:00 Markaður

Glerártorg
13:30 Hæfileikakeppni unga fólksins. Ef þú er með einhverja hæfileika og ert 16 ára eða yngri þá er um að gera að skrá sig og taka þátt; söngur, dans, töfrabrögð, jójó, sirkus eða hvað sem er! Keppt verður í yngri flokk 8-12 ára og eldri flokk 13-16 ára og eru verðlaun veitt fyrir besta atriðið í hvorum flokki fyrir sig. Keppnin er í boði Kid´s Coolshop og og Arion banka.

Frábær verðlaun eru í boði frá Kids Coolshop, Eldhafi, Ísbúðinnni Turninn og Sundlaug Hrafnagils

Flötin neðan við Samkomuhúsið
21:00 Stóru Sparitónleikarnir; Kata Vignis kynnir, Jónína Björt og Ívar Helga munu stýra brekkusöngnum ásamt frábæru tónlistarfólki. Fram koma Páll Óskar, Clubdub, Birnir, Stjórnin, Eik Haralds og Ragga Rix. „Ekki láta þessa klikkuðu tónleika fram hjá þér fara!“

Flugeldasýning á miðnætti

Græni Hatturinn
23:00 Stjórnin. Miðasala á www.graenihatturinn.is

Sjallinn
00:00 Páll Óskar, Birnir og Clubdub. Miðasala á www.tix.is

Smellið hér til að sjá ítarlegar upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar