Fara í efni
Mannlíf

Drög að trjásafni í Vaðlaskógi

Þarna sitja þeir félagar Sigurður Arnarson og Helgi Þórsson í Sparilundinum. Helgi er að upplýsa Sigurð um mismunandi greinabyggingu þintrjáa. Ætla mætti að Sigurður væri að blása á þessa þekkingu, en svo er ekki. Hann er að sjúga hana að sér. Mynd: Ingólfur Jóhannsson.

Vaðlaskógur blasir við öllum Akureyringum og þeim sem heimsækja bæinn. Sigurður Arnarson fjallar um skóginn í pistlaröðinni Tré vikunnar að þessu sinni.

„Fjöldi fólks heimsækir skóginn á hverju ári en samt er það svo að hann hefur verið heimsóttur mun minna en Kjarnaskógur. Vaðlaskógur er samt heimsóknarinnar virði enda hefur Skógræktarfélag Eyfirðinga séð um skóginn frá 1936. Að vísu var svæðið alveg trjálaust þegar félagið tók við landinu og því ef til vill ofmælt að segja að félagið hafi séð um „skóginn“ frá 1936. Látum það liggja á milli hluta í bili, en ljóst er, samkvæmt gögnum félagsins, að snemma var litið á svæðið sem vænlegt til útivistar.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar