Fara í efni
Mannlíf

Datt út en er stoltur - heyrið Natan syngja

Natan Dagur á æfingu í vikunni. Ljósmynd: The Voice.
Natan Dagur á æfingu í vikunni. Ljósmynd: The Voice.

Natan Dagur Benediktsson komst ekki í tveggja manna úrslit norsku útgáfu The Voice söngkeppninnar á sjónvarpsstöðinni TV2 í kvöld. Fjórir söngvarar kepptu í lokaþættinum, allir sungu eitt lag og tveir dutttu út eftir símakosningu – Natan var annar þeirra. Tveir sungu svo í súperúrslitum, eins og Norðmenn kalla það.

Natan kvaðst þó mjög stoltur og ánægður með frammistöðuna í kvöld. Markmiðið hefði verið að komast í úrslitin og það hefði takist. Hann söng lagið Lost On You sem skoski söngvarinn og lagahöfundurinn Lewis Capaldi samdi og gaf út árið 2019.

Smelltu hér til að hlýða á flutning Natans í kvöld. Hann byrjar að tveimur auglýsingum loknum, sem taka hálfa mínútu.