Fara í efni
Mannlíf

Dansandi Akureyringar á heimsmeistaramót

Hópurinn frá Steps sem varð heimsmeistari á síðasta ári en fékk verðlaunin afhent á undankeppninni í Borgarleikhúsinu á dögunum. Efri röð frá vinstri: Guðrún Huld Gunnarsdóttir, eigandi Steps Dancecenter, Helga Sóley Tulinius Sara Hlín Birgisdóttir, Ellý Sæunn Ingudóttir, Marín Ósk Eggertsdóttir Heiðdís Ósk Valdimarsdóttir og danshöfundurinn, Linda Ósk Valimarsdóttir. Neðri röð frái vinstri: Diljá María Jóhannsdottir, Hildur Sigríður Árnadóttir, Birta Ósk Þórólfsdóttir, Álfrún Freyja Heiðarsdóttir, Bjarney Vignisdóttir og Sunneva Kjartansdóttir. Fjarverandi voru Arna Sirrý Erlingsdóttir, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir og Karen Birta Pálsdóttir.

Akureyrsku dansskólarnir Steps Dance Center og DSA – Dansstúdíó Alice munu báðir eiga fulltrúa á heimsmeistaramótinu í listdansi sem fram fer í San Sebastian á Spáni í sumar.

Undankeppni heimsmeistaramótsins, Dance World Cup 2022, fór fram á dögunum í Borgarleikhúsinu þar sem um 350 dansarar með 115 atriði tóku þátt; ýmist sem einstaklingar eða í litlum og stórum hópum.

Steps Dance Center

Steps Dance Center á Akureyri náði stórglæsilegum árangri í undankeppninni. Guðrún Huld Gunnarsdóttir, eigandi dansskólans, sagði í samtali við Akureyri.net að skólinn hefði verið með fimm atriði í undankeppninni og öll hefðu þau komist áfram.

Hún byrjaði sjálf að læra dans í Ballettskóla Akureyrar þegar hún var fjögurra ára gömul og er enn að. Hún hefur m.a. stundað dansnám erlendis og segir að dansmenningin hér heima sé stöðugt að að eflast og þróast, og sé ekkert síðri en gerist erlendis. „Færni dansaranna er líka að aukast“, segir Guðrún Huld: „Og þeir eru orðnir óhræddari við að koma fram.“

Hópur frá Steps Dance Center varð heimsmeistari 2021 í jazzdansi; í flokki Senior Large Group Jazz and Show dance og í 3. sæti í Junior Large Group Contemporary. Keppnin var tvískipt, þeir sem voru á staðnum og þeir sem áttu ekki heimangengt vegna Covid-19. Akureyringarnir fóru ekki út en dómarar töldu hópinn skara fram úr af þeim sem sendu myndband.

DSA – Dansstúdíó Alice

DSA – Dansstúdíó Alice, tók einnig þátt í undankeppni Dance World Cup í Borgarleikhúsinu, sem fyrr segir. Þær náðu frábærum árangri og fengu meðal annars þrenn gullverðlaun, eitt brons og sex atriði komust áfram á Dance World Cup.

Akureyri.net hafði samband við Katrínu Mist Haraldsdóttur, eiganda DSA, og spurði hvernig stemningin væri í hópnum eftir þennan magnaða árangur. Katrín Mist sagði að hún væri frábær og bætti við: „Það er mikil spenna að fara út. Það hefur ekki verið hægt síðustu 2 ár vegna Covid. En það er mikil hvatning fyrir stelpurnar að sjá keppendur frá öðrum löndum; geggjaðir dansarar sem koma þarna. Yngstu stelpurnar eru aðeins átta ára gamlar og eru mjög spenntar fyrir þessu.“

Það verða rúmlega 20 keppendur frá DSA – Dansstúdíó Alice sem taka þátt í heimsmeistaramótinu í dansi að þessu sinni. Það verða því margir Akureyringar sem leggja land undir fót í sumar.

Akureyri.net óskar öllum til hamingju með frábæran árangur og óskar þeim gæfu og gengis í San Sebastian á Spáni á komandi sumri.

  • Fréttin frá því í fyrra: Danshópur frá Steps heimsmeistari
  • Neðst í fréttinni er mynd af hópi frá Steps Dance Center sem varð í þriðja sæti á HM í fyrra en fékk verðlaunin í Borgarleikhúsinu á dögunum. Þar eru líka myndir af fulltrúum Steps í undankeppni HM í Borgarleikhúsinu.

 

  • Hér eru nokkrar myndir af ýmsum keppendum frá DSA - Dansstúdíói Alice, í undankeppni HM í Borgarleikhúsinu:

1. sæti Children Large group Show dance. Frá vinstri: Alís Lilja Davíðsdóttir, Ásdís Rós Barðdal Einarsdóttir, Berglind Eva Ágústsdóttir, Elfa Rún Karlsdóttir, Eva Ævarsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Jóhanna Bjarkadóttir Lind, Karolína Sæunn Guðmundsdóttir, Marín Björt Hansen, Nadía Ósk Sævarsdóttir og Sigurhanna Sigmarsdóttir.

1.sæti Mini show dance hópurinn: Aníta Þórunn Kristinsdóttir, Inga Karen Björgvinsdóttir, Margrét Lára Rúnarsdóttir og Vilborg Harpa Jónsdóttir.

1. sæti Senior hópurinn: Guðrún Jóna Stefánsdóttir, Hildur Marín Gísladóttir, Katrín Björk Gunnarsdóttir, Kristín Lára Róbertsdóttir Pells og Sigrún Margrét Hansdóttir.

4. sæti Children small group show dance (bófarnir) eru: Alís Lilja Davíðsdóttir, Ásdís Rós Barðdal Einarsdóttir, Berglind Eva Ágústsdóttir, Elfa Rún Karlsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Jóhanna Bjarkadóttir Lind og Marín Björt Hansen.

4. sæti Children solo acro, Ásdís Rós Barðdal Einarsdóttir.

3. sæti Children solo acro, Elísabet Davíðsdóttir.

  • Hér koma svo aftur myndir af fulltrúm Steps Dance Center: 

Hópur frá Steps Dance Center sem varð í 3. sæti í Junior large Group - Contemporary, á HM í fyrra. Danshöfundur: Guðrún Huld Gunnarsdóttir. Efri röð frá vinstri: Guðrún Huld Gunnarsdóttir, Magnea Björt Jóhannesdóttir, Þórunn Edda Þorbergsdóttir, Eva Lind Stefánsdóttir, María Rós Þorgilsdóttir, Embla Ýr Pétursdóttir og Dagný Ósk Garðarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Járnbrá Karítas Guðmundsdóttir, Kolfinna Ýr Birgisdóttir, Katrín Día Guðlaugsdóttir og Lára Huld Vilhjálmsdóttir. Anna Sunna Árnadóttir var fjarverandi þegar myndin var tekin.