Fara í efni
Mannlíf

Búið að opna Dúddisen völlinn á Jaðri

Búið er að opna Dúddisen völlinn, litla par-3 völl Golfklúbbs Akureyrar á Jaðri. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að  tilvalið sé fyrir félagsmenn að nýta sér hann meðfram æfingasvæðinu þangað til Jaðarsvöllur verði opnaður.

Vallarstarfsmenn hafa unnið vel undanfarnar vikur, að því er segir á vef golfklúbbsins, þeir slógu flatir og útbjuggu holur á Dúddisen völlinn í gær svo hann er klár fyrir kylfinga.

„Við þökkum þeim sjálfboðaliðum sem mættu í gær og hjálpuðu til við að setja dúka yfir flatirnar. Þrátt fyrir kuldakast núna næstu daga þá styttist óðum í opnun Jaðarsvallar og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur á stórglæsilegum Jaðarsvelli,“ segir á vef GA í morgun.

Eins og margir vita er Dúddisen nefndur eftir Stefáni Hauki Jakobssyni – Hauki Dúdda – sem var félagi í GA til áratuga. Völlurinn var vígður sumarið 2017 og Dúddisen sló vitaskuldur sjálfur fyrsta höggið.