Fara í efni
Mannlíf

Buðu upp á kræsingar frá 12 löndum

Fjöldi fólks lagði leið sína á Amtsbókasafnið eftir hádegi í dag þar sem innflytjendur frá 12 löndum buðu gestum og gangandi að smakka mat af margvíslegu tagi. Þar var mikið um kræsingar og bæði gefendur og þiggjendur virtust alsælir.

Viðburðurinn var á vegum innflytjendaráðs á Akureyri og nágrenni og markmiðið að kynna mismunandi matarmenningu og efla tengsl milli allra íbúa bæjarins. Þetta er í sjötta skiptið sem Alþjóðlegt eldhús er haldið á Akureyri og að þessu sinni var boðið upp á dýrindis mat frá Póllandi, Brasilíu, Þýskalandi, Króatíu, Slóvakíu, Ungverjalandi, Úkraínu, Rússlandi, Filipseyjum, Sýrlandi, Hong Kong og Tékklandi.

Á Amtsbókasafninu í dag; kræsingar frá Króatíu á neðri myndinni og Tékklandi á þeirri efri. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson