Fara í efni
Mannlíf

Brunaslöngum beitt á leikskólakrakka

Hér vantar ekki einbeitinguna, hvorki hjá fagmanninum né gestinum. Myndir: Haraldur Ingólfsson

Fyrirsögnina á þessari frétt ber ekki að taka bókstaflega. Börn í efstu deildum allra leikskólanna á Akureyri og nágrenni voru sótt í rútum í morgun og ekið á slökkvistöðina á Akureyri. Þar höfðu verið sett upp eins konar þrautabrautir þar sem börnin renndu sér niður neyðarútgöngurör, fengu að hjálpa við að sprauta úr brunaslöngu, fóru í hættulausa reykköfun, hlupu undir bununa, fengu pylsur og krítuðu á gólf slökkvistöðvarinnar. Heimsóknin á slökkvistöðina er lokahnykkurinn á verkefninu Logi og Glóð sem hefur verið í gangi á elstu deildum leikskólanna í vetur.

Uppfært - við fengum senda hópmynd af öllum krökkunum saman á planinu framan við slökkvistöðina.

Akureyri.net kíkti á slökkvistöðina og myndaði börn frá Lundarseli, Hulduheimaseli, Álfasteini í Hörgársveit, Krummafóti á Grenivík, Krógabóli og mögulega fleiri leikskólum. Við leyfum myndunum að segja meira en þúsund orð.