Fara í efni
Mannlíf

Braggaparkið opið á ný – söfnun í gangi

Eiki Helgason í Braggaparkinu í dag. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Dyr Braggaparksins við Laufásgötu voru opnaðar á ný í dag eftir nokkurra vikna lokun. Miklar skemmdir urðu á staðnum í óveðri í lok september þegar flæddi inn í fjölda húsa á Eyrinni.

Eiki Helgason var sæll og glaður í dag eftir að hann gat opnað á ný og ekki voru gestir hans síður ánægðir, enda hafa þeir beðið með óþreyju eftir að opnað yrði á ný að sögn.

Viðgerðirnar kosta sitt eins og nærri má geta. Eiki setti af stað söfnun á Karolina Fund vegna þessa og henni lýkur eftir þrjá daga. 

Smellið hér til að taka þátt í söfnuninni.