Fara í efni
Mannlíf

Blæösp og myndlist hafa lengi haldist í hendur

Allar þekktar lífverur eiga sér latínuheiti og blæöspin fallega heitir Populus tremula á hinni útdauðu alheimstungu. Margir listunnendur á Akureyri og víðar um land muna vafalítið eftir menningarsmiðju með þessu sama nafni sem starfrækt var á Akureyri um árabil. Sigurður Arnarson fléttar skemmtilega saman umfjöll um blæösp og myndlist í pistli dagsins um Tré vikunnar.

„Bæði blæöspin og myndlistin hafa verið til á Íslandi frá upphafi vega en í margar aldir bar ekki mikið á þeim. Um aldamótin 1900 hófst uppgangur blæaspa í íslenskri skógrækt og uppgangur myndlistar meðal þjóðarinnar. Í upphafi 20. aldar var unnið mikið brautryðjendastarf í því að skapa sjálfsmynd þjóðarinnar. Íslensk myndlist og ræktun skóga til nytja og yndis var partur af uppbyggingu þessarar sjálfsmyndar. Þannig haldast blæöspin og myndlistin í hendur,“ segir Sigurður í kynningu á pistlinum.

Smellið hér til að lesa meira