Fara í efni
Mannlíf

Bikarúrslit 3. flokks í hádeginu á Þórsvelli

Bikarúrslit 3. flokks í hádeginu á Þórsvelli

Úrslitaleikur í bikarkeppni 3. flokks kvenna fer fram á Þórsvellinum (SaltPay vellinum) í dag og hefst klukkan 12.00. Þar eigast við lið Þórs/KA og Breiðabliks/Augnabliks.

Liði Þórs/KA hefur gengið mjög vel á Íslandsmótinu í sumar, er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og gæti orðið bikarmeistari í dag. Ástæða er til þess að hvetja fólk til að mæta og styðja við bakið á stelpunum.

Þeim sem ekki komast á völlinn er bent á að hægt er að horfa á leikinn ókeyps í beinu streymi á sjónvarpsstöð Þórs, ÞórTV. Smellið hér til að horfa.