Fara í efni
Mannlíf

Benjamín fær veiðileyfi í afmælis- og jólagjafir

Benjamín Þorri Bergsson með fallegan sjóbirting af svæði 1 í Eyjafjarðará.
Benjamín Þorri Bergsson með fallegan sjóbirting af svæði 1 í Eyjafjarðará.

Benjamín Þorri Bergsson er 15 ára nemandi í Brekkuskóla á Akureyri. Hann spilar handbolta með KA en notar síðan allar lausar stundir til að fara að veiða. Hann var ungur að árum þegar hann kynntist veiðiskapnum og fór gjarnan að veiða með móðurbróður sínum og frænda. Þá bauð afi hans honum í veiði á bændadögum í Eyjafjarðará. Eftir þetta var ekki aftur snúið og veiðigyðjan tók öll völd.

Guðrún Una Jónsdóttir, sem skrifar pistla um veiði á Akureyri, segir frá Benjamín Þorra í dag. Smelltu hér til að lesa pistil Guðrúnar Unu.