Fara í efni
Mannlíf

Beate smíðar risakú úr endurunnu járni

Beate Stormo í Kristnesi, eldsmiður með meiru, hefur tekið að sér að gera stóra kú úr endurunnu járni sem standa mun frammi í Eyjafjarðardal.

Kýrin verður um þrír metrar á hæð og fimm metra löng. Hún ber vinnuheitið Edda og á hana verða skrifaðar setningar sem tengjast sögum um kýr.

Beate hannar gripinn auk þess að smíða. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í eldsmíði og Norðurlandameistari. Við hönnun verksins er stuðst við kýr í goðsögum og sögnum, þar sem kýrin er tákn alsnægta og næringar, segir í fundargerð Ferðamálafélags Eyjafjarðar, sem stendur að verkefninu.

Á Eddu verða borðar þar sem skrifaðar verða setningar úr sögunum og einnig má sjá tengingar við þjóðbúningahefð Íslendinga, víravirkið, að því er því segir í fundargerðinni. Það var í tengslum við markaðsátak í heilsársferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit sem hugmyndin um stórt tákn sem einkenndi sveitina varð til og mjólkurkýr varð fyrir valinu, þar sem mjólkurframleiðsla er og hefur lengi verið mjög blómleg í sveitarfélaginu. Gert er ráð fyrir að kýrin verði vígð á árlegri Handverkshátíð næsta sumar.