Fara í efni
Mannlíf

Barnamenningarhátið á Akureyri hefst í dag

Snjóskúlptúrgerð í Hlíðarfjalli á Barnamenningarhátíð fyrir tveimur árum.

Barnamenningarhátíð á Akureyri hefst í dag og er nú haldin í fjórða skipti. Hertar sóttvarnaaðgerðir setja svip á framkvæmd hátíðarinnar og er hún vitaskuld haldin innan þeirra marka sem sett hafa verið um fjöldatakmarkanir.

Rúmlega 50 viðburðir fyrir börn og ungmenni eru fyrirhugaðir á hátíðinni; listsýningar, snjóskúlptúrgerð, podcastsmiðja, hæfileikakeppni, ratleikir og tónleikar í menningarhúsinu Hofi með Bríeti, svo eitthvað sé nefnt.

Nokkrum viðburðum, sem fyrirhugaðir voru fyrstu dagana, þurfti að fresta vegna sóttvarnareglna og mun hátíðin teygja sig fram í maí af þeim sökum.

Smellið hér til að sjá dagskrá hátíðarinnar