Fara í efni
Mannlíf

Bangsar mikilvægir í sjúkrabílnum

Bangsar sem handlagnir eldri borgarar í félagsmiðstöðinni Sölku í Víðilundi gáfu slökkviliðinu.

Slökkviliðinu á Akureyri bárust góðar gjafir á dögunum þegar handlagið prjónafólk í Félagi eldri borgara færði því tugi bangsa. Annars vegar hópur í félagsmiðstöðinni Birtu í Bugðusíðu, hins vegar þeir sem koma saman í félagsmiðstöðinni Sölku í Víðilundi.

„Bangsarnir gegna því mikilvæga hlutverki að aðstoða okkur við að börnum líði betur þegar þau „lenda“ í því að fá ferð með sjúkrabíl,“ sagði á Facebook síðu slökkviliðsins, þar sem gefendum voru færðar innilegar þakkir. „Við þökkum innilega fyrir þessa æðislegu gjöf og verður ánægjulegt að veita þessum böngsum nýtt heimili“

Slökkviliðsmenn taka við böngsum frá eldri borgurum í félagsmiðstöðinni Birtu í Bugðusíðu.

Eldri borgarar í félagsmiðstöðinni Sölku í Víðilundi afhenda slökkviliðinu bangsa.