Fara í efni
Mannlíf

Ballið er byrjað í Eyjafjarðará

„Þá er ballið byrjað í Eyjafjarðará,“ segir á Facebook síðunni Eyjafjarðará – Sjóbleikja og sjóbirtingur í dag þar sem birt er meðfylgjandi mynd af Benjamín Þorra Bergssyni sem landaði í dag „þessum spikfeita 67 cm sjóbirtingi“ á svæði 3. „Birtingurinn gein við hinni gullfallegu flugu Squirmy Worm #10.“

Síðuskrifari kveðst hafa frétt að 83 cm sjóbirtingur hefði veiðst á sama svæði við opnun árinnar og segir að birt verði mynd af honum þegar hún berst.

Það eru margar sjóbirtingsár á Íslandi en umsjónarmaður þessarar síðu ætlar að leyfa sér að fullyrða, að það sé leitun að á sem fóstrar birtingana sína betur yfir veturinn en Eyjafjarðará. Nær allir birtingar sem veiðast á vorin eru á pari við þann sem sést á þessari mynd, spikfeitir og vel á sig komnir,“ segir á síðunni.

Þar segir einnig: Hafir þú áhuga á að bjóða þeim upp í dans, er hægt að nálgast laus veiðileyfi hér: https://sala.eyjafjardara.is/permits/eyjafjardara

Eyjafjarðará – Sjóbleikja og sjóbirtingur á Facebook