Fara í efni
Mannlíf

ÁLFkonur sýna enn í Lystigarðinum

ÁLFkonur, félagsskapur kvenna sem hafa ljósmyndun að áhugamáli, hafa sett upp enn eina samsýninguna, þá 10. í Lystigarðinum. Alls hefur hópurinn sýnt 30 sinnum en hann hefur starfað saman frá sumrinu 2010.

Sýnendur að þessu sinni eru Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Guðný Pálína Sæmundsdóttir, Guðrún K. Valgeirsdóttir, Hafdís G. Pálsdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga H. Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Inga Dagný Eydal, Kristjana Agnarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir og Margrét Elfa Jónsdóttir.

Myndirnar eru til sýnis úti undir berum himni, við kaffihúsið Café Laut, svo sýningin er opin um leið og garðurinn, frá klukkan 8.00 til 22.00 virka daga en 9.00 til 22.00 um helgar. Sýningin stendur fram á haust.

Smellið hér til að fræðast frekar um sýninguna

Hér er líka hægt að fylgjast með:

https://www.facebook.com/alfkonur

https://www.instagram.com/alfkonur/

https://www.facebook.com/alfkonurilystigardinum